Mikill halli á ríkissjóði vegna kórónuveirunnar

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Kórónuveirufaraldurinn hefur sett mikinn svip á uppgjör ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum ársins.

Tekjurnar voru rúmum 53 milljörðum króna lægri en á sama tímabili á síðasta ári og útgjöldin voru rúmum 91 milljarði króna hærri, aðallega vegna stóraukins atvinnuleysis og aðgerða sem því tengdust. Voru útgjöld ríkissjóðs vegna vinnumála og atvinnuleysis nærri 50 milljörðum króna hærri en á sama tímabili í fyrra eða sem nam 247%.

Alls voru útgjöld ríkissjóðs 131 milljarði króna hærri en tekjurnar fyrstu níu mánuði ársins en á sama tímabili á síðasta ári voru tekjurnar 14 milljörðum meiri en gjöldin. Halli án afkomu hlutdeildarfélaga á fyrstu níu mánuðum ársins nam 168 milljörðum króna

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert