Skattlögð eins og íbúðir

Frístudadahús. Núverandi reglur geta komið illa við venjulegt fólk.
Frístudadahús. Núverandi reglur geta komið illa við venjulegt fólk.

Nýtt frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um breytingar á lögum um tekjuskatt og fjármagnstekjuskatt kveður m.a. á um að sala á frístundahúsum verði skattlögð með sama hætti og íbúðarhúsnæði.

Í umfjöllun um mál þetta í  Morgunblaðinu í dag segir Sveinn Guðmundsson, formaður Félags sumarhúsaeigenda, að um sé að ræða bestu jólagjöf sem hann gæti hugsað sér.

Samkvæmt núverandi reglum myndast söluhagnaður við sölu fólks á frístundahúsum. Af honum þarf að borga 22% fjármagnstekjuskatt. Ef fólk nýtur lífeyris úr almannatryggingakerfinu getur söluhagnaðurinn skert bótarétt þess. Núverandi reglur geta komið afar illa við venjulegt fólk, að sögn Sveins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert