Vaka hefur hætt að stafla bílum

Svona var bílum staflað hjá Vöku en það er ekki …
Svona var bílum staflað hjá Vöku en það er ekki gert lengur. Í baksýn má sjá hús við Kleppsveg. Ljósmynd/Vaka

Skipulagsfulltrúi gerir í umsögn til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur „ekki skipulagslegar athugasemdir“ við starfsemi Vöku að Héðinsgötu 2 í Laugarnesi. Íbúar við Kleppsveg höfðu kvartað undan sóðaskap á lóðinni. Fyrirtækið hefur sótt um tímabundið starfsleyfi til loka árs 2021.

„Frá því ég tók við framkvæmdastjórastöðu Vöku í byrjun júlí 2020 hef ég lagt áherslur á breytta ferla, aukið hreinlæti og aukin afköst. Mikil breyting hefur orðið á verkferlum innan fyrirtækisins og er stefna félagsins að koma á samþykktu gæðakerfi,“ segir Reynir Þór Guðmundsson framkvæmdastjóri Vöku í bréfi sem hann sendi borginni 27. október síðastliðinn.

Reynir segir að ásýnd svæðisins hafi batnað til muna. Á þessu svæði voru t.d. áður bifreiðar á fjórum hæðum á leið í förgun. Verkferlar fyrirtækisins í dag banni slíka stöflun bifreiða og nú sé svæðið eingöngu geymslusvæði fyrir vörslubifreiðar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert