Katrín fagnar árangri í baráttuna við Covid

Katrín Jakobsdóttir fangnar því hversu vel gengur að rekja smit …
Katrín Jakobsdóttir fangnar því hversu vel gengur að rekja smit á Íslandi á twitter í dag. Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar árangri smitrakningar á Íslandi það sem af er desember á Twitter í dag. Einungis þrír þeirra 44 sem greindust smitaðir frá öðrum til fimmta desember voru utan sóttkvíar við greiningu.

„Frábær vinna rakningarteymisins þar sem farið er eftir prófunar-, rakningar- og einangrunarleiðbeiningum alþjóðaheilbrigðisstofunarinnar WHO,“ segir Katrín í tísti sínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert