Útnefndur bæjarlistamaður Fjallabyggðar

Siglufjörður í Fjallabyggð.
Siglufjörður í Fjallabyggð. Mbl.is/Sigurður Bogi

Jón Þorsteinsson, söngvari og söngkennari, hefur verið útnefndur bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2021. Frá þessu er greint í tilkynningu frá markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar. 

Í tilkynningunni segir að Jón hafi unnið óeigingjarnt starf til eflingar menningu í samfélaginu. Hefur hann m.a. boðið upp á árlega tónleika á birtudegi, 13. janúar, en umræddur dagur hefur lengi borið það nafn í Ólafsfirði. Þar hefur hann fengið fjölda erlendra söngvara til liðs við sig og þannig auðgað menningarlíf staðarins. 

Einungis fjögur ár eru frá því að Jón settist að á Ólafsfirði, eða árið 2016. Þar áður hafði hann dvalið í um 45 ár erlendis við nám og störf. Frá því að hann kom hingað til lands hefur hann starfað sem söngkennari við Tónlistarskólann á Tröllaskaga. 

Jón Þorsteinsson.
Jón Þorsteinsson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert