Bíða gagna úr sérstökum rannsóknum

mbl.is/Eggert

Lögreglan á Suðurlandi bíður utanaðkomandi gagna vegna rannsóknar á banaslysi sem varð í malarnámu við Lambafell í október. Rannsókn á andláti manns sem lést eftir að hann féll ofan í vök á landi bæjarins Hóla í Flóahreppi í síðustu viku stendur yfir.

Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.

„Málið er til rannsóknar og svo kemur einhver niðurstaða úr því. Rannsóknin er svo sem bara í þessum venjulega gangi og ekki hægt að gefa neinar frekari upplýsingar um hana,“ segir Oddur um rannsókn á andláti mannsins sem féll í vök.

Spurður um gang rannsóknarinnar á andláti mannsins sem lést í malarnámunni segir Oddur að utanaðkomandi gagna sé nú beðið. 

„Þar er gagna úr sérstökum rannsóknum, bæði á vélinni og krufningu beðið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert