Elísabet ekki með lækningaleyfi

Elísabet Guðmundsdóttir.
Elísabet Guðmundsdóttir. mbl.is/Marta María

„Öll mál af þessu tagi eru skoðuð af lögreglu,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þegar hann var spurður um mál Elísa­bet­ar Guðmundsdóttur lýta­sk­urðlækn­is en hún neitaði að fara í skimun eða sótt­kví við kom­una hingað til lands.

Talið er að Elísa­bet hafi gerst brot­leg við sótt­varna­lög eða -regl­ur sem geta varðað fang­elsi eða háum sekt­um en hún kom til landsins á föstudag og stóð fyrir mótmælum á Austurvelli á laugardag.

Rögnvaldur sagði enn fremur ágætt að halda því til haga að viðkomandi sé ekki með lækningaleyfi.

Að því er seg­ir á vefn­um covid.is er farþegum sem koma til Íslands skylt að sæta tveggja vikna sótt­kví eða fara í tvær sýna­tök­ur með fimm daga sótt­kví þar á milli. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert