Flutningaskip leysir Norrænu af hólmi

Frijsenborg. Danskt-ítalskt flutningaskip siglir með vörurnar.
Frijsenborg. Danskt-ítalskt flutningaskip siglir með vörurnar.

Norræna fer í sína síðustu ferð í bili frá Seyðisfirði í næstu viku því hún fer í tveggja og hálfs mánaðar viðgerð og endurbætur í skipasmíðastöð í Danmörku. Búið er að taka á leigu annað skip til að flytja vörur á meðan en skipið er ekki með aðstöðu til að flytja farþega.

Frijsenborg, skipið sem Smyril line, hefur tekið á leigu til að leysa vöruflutningahlutverk Norrænu er nýlegt skip, svokallað RO/RO-skip, það er að segja flutningatækjunum er ekið um borð og frá borði. Skipið er í eigu danskrar útgerðar en siglir undir ítölskum fána. Skipið kemur í fyrstu ferð til Seyðisfjarðar 12. janúar og siglir síðan vikulega á milli Seyðisfjarðar, Þórshafnar og Hirtshals, þar til Norræna kemur úr slipp.

Norræna fer ekki aðeins í hefðbundna viðgerð heldur fær skipið andlitslyftingu og klefum verður fjölgað. Það verður gert með því að byggja yfir efstu hæð skipsins. Með breytingunni fást 50 tveggja manna káetur, auk nýs útsýniskaffihúss, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert