Geta bólusett tugþúsundir á dag

Til greina kemur aðnota kennslustofur við bólusetninguá höfuðborgarsvæðinu.
Til greina kemur aðnota kennslustofur við bólusetninguá höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/ÞÖK

Óskar Reyk­dals­son, for­stjóri Heilsu­gæsl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir ekk­ert því að van­búnaði að bólu­setja fleiri tugþúsund­ir manna fyr­ir kór­ónu­veirunni dag­lega.

Heilsu­gæslu­stöðvar höfuðborg­ar­svæðis­ins eru í start­hol­un­um vegna kom­andi bólu­setn­ing­ar. Búið er að ræða við öll sveit­ar­fé­lög­in á höfuðborg­ar­svæðinu og eru ýms­ar út­færsl­ur rædd­ar. Til greina kem­ur að nota kennslu­stof­ur, íþrótta­hús og skimun­ar­húsið við Suður­lands­braut svo dæmi séu nefnd.

„Ef við tök­um dæmi um kennslu­stofu, þá væri hægt að bólu­setja hátt í 20 manns í hverri stofu á klukku­tíma. Ef við gef­um okk­ur það að bólu­sett væri í 10 klukku­stund­ir þá myndi það þýða 200 manns. Ef við segj­um að það séu 50 kennslu­stof­ur í ein­hverj­um skóla þá eru það strax 10 þúsund manns sem hægt er að bólu­setja á ein­um degi þar,“ seg­ir Óskar.

Hver og ein heil­brigðis­stofn­un á land­inu mun sjá um fram­kvæmd bólu­setn­ing­anna. Viðamest verður fram­kvæmd­in á höfuðborg­ar­svæðinu. „Í ein­hverj­um til­fell­um þarf að fara inn á heim­ili, t.d. fyr­ir fatlaða eða inn á hjúkr­un­ar­heim­ili,“ seg­ir Óskar í  um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka