Getur leitt til réttarspjalla

Borgarútsýni.
Borgarútsýni. mbl.is/Árni Sæberg

Hagsmunasamtök heimilanna telja það óréttmætt að þvinga neytendur í viðskipti við einkafyrirtæki í einokunarstöðu með því að krefjast auðkenningar með rafrænum skilríkjum svo þeir geti sótt réttindi sín á grundvelli laga.

Segja samtökin dæmi um að einstaklingar hafi orðið fyrir alvarlegum réttarspjöllum af þessum ástæðum.

Kemur þetta fram í umsögn samtakanna um drög að frumvarpi til laga um stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda sem fjármálaráðuneytið hefur kynnt í samráðsgátt stjórnvalda.

Spurður um dæmi um réttarspjöll af þessum ástæðum nefnir Guðmundur Ásgeirsson, sérfræðingur hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, leiðréttinguna svokölluðu þegar skuldarar fengu endurgreiðslu á hluta fasteignalána sinna. Gert hafi verið að skilyrði að fólk staðfesti umsókn með rafrænum skilríkjum. Segist hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag vita um fólk sem ekki hafi fengið leiðréttingu af því það var ekki með rafræn skilríki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert