Þreyta eftir álagið og veruleg hætta á kulnun

Landakotsspítali
Landakotsspítali mbl.is/Sigurður Bogi

„Við finnum að farið er að gæta verulegrar þreytu meðal hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna sem hafa staðið vaktina í erfiðum bylgjum Covid á árinu. Sjaldnast hefur skapast neitt svigrúm til þess veita starfsfólkinu frí til hvíldar eftir þessar erfiðu vinnutarnir. Slíkt getur haft erfiðar afleiðingar.“

Þetta segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í umfjöllun um mál  þessi í Morgunblaðinu í dag.

Þótt vænta megi bóluefnis við kórónuveirunni á næstu vikum er sigur ekki unninn. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir í pistli sem hann birti á vef sjúkrahússins fyrir helgina að fram undan séu krefjandi tímar. Tryggja verði öryggi og sóttvarnir, því smitandi veira leynist um samfélagið allt. Jafnvel þeir sem gæti sín mest og best eigi á hættu að smitast. Fara þurfi varlega, sérstaklega nú á næstu vikum þegar búast megi við meiri umgengni manna á milli en í annan tíma

Farsóttanefnd Landspítala fylgist því grannt með framvindunni og mikilvægt sé að fara eftir þeim einföldu en góðu ráðum um smitvarnir sem gefin hafi verið út.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert