265 þúsund tonna snjóflóð

Varnargarðarnir beindu snjóflóðunum að mestu frá byggðinni.
Varnargarðarnir beindu snjóflóðunum að mestu frá byggðinni. mbl.is/Hallur Már

Niður­stöður rúm­máls­reikn­inga á snjóflóðunum sem féllu á Flat­eyri 14. janú­ar 2020 sýna að flóðið úr Skolla­hvilft var um 315 þúsund m3 og 150 þúsund tonn. Flóðið úr Innra-Bæj­argili var um 240 þúsund m3 og um 115 þúsund tonn.

Til sam­an­b­urðar er talið að ham­fara­flóðið sem féll úr Skolla­hvilft 26. októ­ber 1995 hafi verið um 430 þúsund m3 og 180 þúsund tonn að stærð. Flóðið sem féll úr Skolla­hvilft í janú­ar 2020 er því nokkru minna en flóðið 1995, sam­kvæmt nýrri skýrslu Veður­stofu Íslands. Þar er tekið fram að veru­leg óvissa sé í mati á rúm­máli flóðanna. Sam­kvæmt grófu mati er hún +/- ​50 þúsund m3 fyr­ir hvort flóð.

Doppler-radar á Skolla­hvilft­arg­arðinum mældi hraða snjóflóðsins úr Skolla­hvilft eft­ir að það kom út úr gilkjaft­in­um í um 200 metra hæð yfir sjáv­ar­máli. Tvö loft­net voru á garðinum og beind­ist það efra að svæðinu neðan gilkjafts­ins en það neðra að flóðinu þar sem það flæddi meðfram garðinum. Snjóflóðið braut efra mastrið. Efri radar­inn náði því aðeins mæl­ing­um meðan flóðið flæddi milli gilkjafts­ins og garðsins. Neðri radar­inn sýndi hraða flóðsins í meira en hálfa mín­útu meðan það streymdi meðfram garðinum, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert