Áskoranir og viðbrögð vegna óveðursins

Frá óveðrinu fyrir ári síðan.
Frá óveðrinu fyrir ári síðan. mbl.is/Þorgeir

Áskor­an­ir í upp­bygg­ingu flutn­ings­kerf­is raf­orku og viðbrögð of eft­ir­mála óveðurs­ins sem skall á land­inu í des­em­ber í fyrra voru meðal þess sem rætt var á ra­f­ræn­um fundi Landsnets um framtíð flutn­ings­kerf­is­ins. Fund­inn má nálg­ast á www.landsnet.is/​leggjuml­in­urn­ar

„Í einu mynd­band­inu er farið yfir þá viðbragðsáætl­un sem fer í gang hjá okk­ur þegar vitað er að óveður mun skella á. Þar má sjá áhrif­in af því þegar kerfi af þess­ari stærðargráðu verða fyr­ir veru­leg­um áföll­um. Við hjá Landsneti stóðum frammi fyr­ir mikl­um áskor­un­um í kjöl­far óveðurs­ins sem skall á fyr­ir ári síðan og ljóst er að hraða þarf upp­bygg­ingu, byggja upp sterk­ara kerfi og tryggja raf­magn á öllu land­inu þegar veður sem þetta skell­ur á,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi Ásmunds­son, for­stjóri Landsnets.

Í hring­borðsum­ræðum um orku­ör­yggi og græna framtíð kom fram sú skoðun Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráðherra, að óveðrið sýndi að veru­leg þörf er á að hraða upp­bygg­ingu orku­kerf­is­ins. Nú liggi fyr­ir hundruð til­lagna um brýn verk­efni sem ráðast þarf í.

Þá skipti þessi upp­bygg­ing einnig máli hvað varðar mark­mið um kol­efn­is­hlut­leysi og græna framtíð í orku­mál­um. Með for­sæt­is­ráðherra í umræðunum eru Hall­dór Þor­geirs­son, formaður Lofts­lags­ráðs og Sigrún Jak­obs­dótt­ir, stjórn­ar­formaður Landsnets.

Í hinni hring­borðsum­ræðunni er fjallað um upp­bygg­ingu flutn­ings­kerf­is og innviðaupp­bygg­ingu. Þar árétt­ar Al­dís Haf­steins­dótt­ir, formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, að ólíðandi sé að brýn­ar fram­kvæmd­ir sem lúti að al­manna­hags­mun­um skuli stranda á skipu­lags­mál­um. Ástandið sem skapaðist í óveðrinu sýni að átak sé nauðsyn­legt. Ásamt Al­dísi í umræðunni eru þátt­tak­end­ur þau Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra og Guðmund­ur Ingi Ásmunds­son, for­stjóri Landsnets. Þar ræðir ráðherra um að stór og mik­il­væg verk­efni hafi tekið of lang­an tíma í upp­bygg­ingu, verið sé að skýra verk­ferla og flýta sum­um þeirra og aug­ljóst sé að fjár­fest­ing­arþörf­in er mik­il.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert