Alls greindust 8 með kórónuveirusmit innanlands í gær og eru 186 nú í einangrun. Í gær voru 187 í einangrun þannig að þeim hefur fækkað um einn. Í sóttkví eru 227 og í skimunarsóttkví eru 1244. Alls eru 33 á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og af þeim eru þrír á gjörgæslu.
Af þeim sem greindust með Covid-19 í gær voru sjö í sóttkví eða 87,5% en einn var utan sóttkvíar. Rúmlega 920 sýni voru tekin innanlands í gær og 315 á landamærunum.
Í gær voru tveir sjúklingar inniliggjandi á Landspítala með virkt Covid-19 smit og 32 sem hafa lokið einangrun. Af þeim hefur einn útskrifast. Af þeim sem eru á gjörgæslu eru tveir í öndunarvél en annar þeirra hefur lokið einangrun.
Eitt barn yngri en eins árs er með virkt og fjögur börn á aldrinum 1-5 ára eru í einangrun. Sjö börn 6-12 ára eru með Covid-19. Tíu börn á aldrinum 13-17 ára eru með Covid-19 í dag. Í aldurshópnum 18-29 ára eru 40 smit, á fertugsaldri eru smitin nú 30 talsins en í aldurshópnum 40-49 eru 26 smit. Á sextugsaldri eru 39 með Covid og á sjötugsaldri eru 13 smit. Ellefu eru með Covid á aldrinum 70-79 ára, fjórir á níræðisaldri en enginn á tíræðisaldri er með Covid-19 í dag.
Á höfuðborgarsvæðinu eru 147 í einangrun og 180 eru í sóttkví. Á Suðurnesjum er 21 smitaðir en 12 í sóttkví. Á Suðurlandi eru sex smit en 24 í sóttkví. Á Austurlandi er enginn með Covid-19 smit og enginn í sóttkví. Á Norðurlandi eystra eru tvö smit og enginn í sóttkví. Á Norðvesturlandi er ekkert smit og þrír í sóttkví. Á Vestfjörðum er eitt smit og þrír í sóttkví og á Vesturlandi eru sjö smit og þrír í sóttkví. Af óstaðsettum í hús er einn í einangrun og tveir í sóttkví.