Hlutdeildarlánin eftirsótt

Laugavegur 145. Eftirspurnin jókstþegar hlutdeildarlánin voru í boði
Laugavegur 145. Eftirspurnin jókstþegar hlutdeildarlánin voru í boði Teikning/Teiknistofa arkitekta

Blað verður brotið í sögu íslensks fasteignamarkaðar í vikunni þegar fyrstu hlutdeildarlánin verða veitt. Með þeim lánar ríkið tekjulágum fjármuni vaxtalaust fyrir kaupum á hagkvæmu húsnæði.

Með þeim þarf mun minna eigið fé og gæti til dæmis dugað að leggja fram 1,75 milljónir til að kaupa 35 milljóna króna íbúð.  Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) úthlutar lánunum.

Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri HMS, segir 129 umsóknir hafa borist um lánin á höfuðborgarsvæðinu og 62 umsóknir á landsbyggðinni. Á næsta ári verði lánunum úthlutað sex sinnum.

Fyrstu viðbrögð benda til mikils áhuga á nýju lánunum sem koma á markað er vextir eru sögulega lágir, að því er fram kemur í  Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert