Fjögur smit innanlands

Fá smit eru meðal barna undir 18 ára aldri. Um …
Fá smit eru meðal barna undir 18 ára aldri. Um áramótin taka nýjar reglur gildi varðandi skólana. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls greindust fjögur kórónuveirusmit innanlands í gær en dagana tvo á undan voru þau átta báða dagana. Í einangrun eru 183 en voru 186 í gær. Alls eru 249 í sóttkví og hefur fjölgað lítillega á milli daga. Aftur á móti fjölgar hratt í hópi þeirra sem eru í skimunarsóttkví vegna komu til landsins og eru þeir nú 1316 talsins. 

Öll smitin sem greindust í gær voru greind við einkennasýnatöku samkvæmt covid.is. Af þeim voru þrír í sóttkví en einn utan. Alls voru tekin tæplega 800 sýni í gær innanlands en 349 á landamærunum.

Á sjúkrahúsi eru 32 og þar af eru 3 á gjörgæslu. Aðeins örfáir þeirra sem liggja á Landspítalanum vegna Covid-19 eru enn í einangrun. 

Nýgengi smita innanlands miðað við 100 þúsund íbúa er á niðurleið en nýgengi smita á landamærunum er á uppleið. Nýgengi innanlandssmita síðustu 14 daga er nú 44,5 en á landamærunum 9,8. Í gær greindist einn í seinni skimun á landamærunum og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá einum. Daginn áður greindust fimm með virkt smit á landamærunum – í öllum tilvikum var um fyrri sýnatöku að ræða. Fjórir voru með mótefni.

Ekkert virkt smit í þremur landshlutum 

Á höfuðborg­ar­svæðinu eru 145 í ein­angr­un og 186 eru í sótt­kví. Á Suður­nesj­um eru 22 smitaðir en 26 í sótt­kví. Á Suður­landi eru 6 smit en 26 í sótt­kví. Á Austurlandi er enginn með Covid-19 smit og enginn í sóttkví. Á Norður­landi eystra eru 2 smit og enginn í sótt­kví. Á Norðvesturlandi er ekkert smit og 3 í sóttkví og hið sama á við um Vestfirði. Á Vesturlandi eru 6 smit og 3 í sótt­kví. Óstaðsett­ir í hús eru 2 í einangrun og 2 í sóttkví.   

21 barn með virkt smit

Eitt barn yngri en 1 árs er með virkt og fjögur börn á aldr­in­um 1-5 ára eru í ein­angr­un.Sjö börn 6-12 ára eru með Covid-19. Níu börn á aldr­in­um 13-17 ára eru með Covid-19 í dag. Í ald­urs­hópn­um 18-29 ára er 41 smit, á fer­tugs­aldri eru smit­in nú 27 tals­ins en í ald­urs­hópn­um 40-49 eru 27 smit. Á sex­tugs­aldri eru 36 með Covid og á sjö­tugs­aldri eru 17 smit. 11 eru með Covid á aldr­in­um 70-79 ára, 3 á níræðisaldri en enginn á tíræðisaldri er með Covid-19 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert