Fjögur smit innanlands

Fá smit eru meðal barna undir 18 ára aldri. Um …
Fá smit eru meðal barna undir 18 ára aldri. Um áramótin taka nýjar reglur gildi varðandi skólana. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls greind­ust fjög­ur kór­ónu­veiru­smit inn­an­lands í gær en dag­ana tvo á und­an voru þau átta báða dag­ana. Í ein­angr­un eru 183 en voru 186 í gær. Alls eru 249 í sótt­kví og hef­ur fjölgað lít­il­lega á milli daga. Aft­ur á móti fjölg­ar hratt í hópi þeirra sem eru í skimun­ar­sótt­kví vegna komu til lands­ins og eru þeir nú 1316 tals­ins. 

Öll smit­in sem greind­ust í gær voru greind við ein­kenna­sýna­töku sam­kvæmt covid.is. Af þeim voru þrír í sótt­kví en einn utan. Alls voru tek­in tæp­lega 800 sýni í gær inn­an­lands en 349 á landa­mær­un­um.

Á sjúkra­húsi eru 32 og þar af eru 3 á gjör­gæslu. Aðeins ör­fá­ir þeirra sem liggja á Land­spít­al­an­um vegna Covid-19 eru enn í ein­angr­un. 

Ný­gengi smita inn­an­lands miðað við 100 þúsund íbúa er á niður­leið en ný­gengi smita á landa­mær­un­um er á upp­leið. Ný­gengi inn­an­lands­smita síðustu 14 daga er nú 44,5 en á landa­mær­un­um 9,8. Í gær greind­ist einn í seinni skimun á landa­mær­un­um og beðið er niður­stöðu mót­efna­mæl­ing­ar hjá ein­um. Dag­inn áður greind­ust fimm með virkt smit á landa­mær­un­um – í öll­um til­vik­um var um fyrri sýna­töku að ræða. Fjór­ir voru með mót­efni.

Ekk­ert virkt smit í þrem­ur lands­hlut­um 

Á höfuðborg­ar­svæðinu eru 145 í ein­angr­un og 186 eru í sótt­kví. Á Suður­nesj­um eru 22 smitaðir en 26 í sótt­kví. Á Suður­landi eru 6 smit en 26 í sótt­kví. Á Aust­ur­landi er eng­inn með Covid-19 smit og eng­inn í sótt­kví. Á Norður­landi eystra eru 2 smit og eng­inn í sótt­kví. Á Norðvest­ur­landi er ekk­ert smit og 3 í sótt­kví og hið sama á við um Vest­f­irði. Á Vest­ur­landi eru 6 smit og 3 í sótt­kví. Óstaðsett­ir í hús eru 2 í ein­angr­un og 2 í sótt­kví.   

21 barn með virkt smit

Eitt barn yngri en 1 árs er með virkt og fjög­ur börn á aldr­in­um 1-5 ára eru í ein­angr­un.Sjö börn 6-12 ára eru með Covid-19. Níu börn á aldr­in­um 13-17 ára eru með Covid-19 í dag. Í ald­urs­hópn­um 18-29 ára er 41 smit, á fer­tugs­aldri eru smit­in nú 27 tals­ins en í ald­urs­hópn­um 40-49 eru 27 smit. Á sex­tugs­aldri eru 36 með Covid og á sjö­tugs­aldri eru 17 smit. 11 eru með Covid á aldr­in­um 70-79 ára, 3 á níræðis­aldri en eng­inn á tíræðis­aldri er með Covid-19 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert