Jarðskjálfti upp á 3,5 stig

Kort/Veðurstofa Íslands

Rétt eftir miðnætti varð jarðskjálfti af stærð 3,5 um 5 km norður af Reykjanestá. Skjálftans varð vart á svæðinu samkvæmt upplýsingum frá jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Nokkrir minni skjálftar hafa mælst í kjölfarið.

Stærsti skjálfti vikunnar sem leið var 3,6 að stærð rétt austan við Þorbjörn á Reykjanesskaga þann 1. desember kl. 11:23 og fannst hann í Grindavík. Samdægurs kl. 20:40 varð skjálfti af stærð 3,5 um 70 km SV af Reykjaneshrygg. Töluverð virkni er enn á Reykjanesskaga samkvæmt vef Veðurstofu Íslands.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert