Tíföldun sendinga hjá Dropp

Handagangur í öskjunni.Unnið er allan sólarhringinn.
Handagangur í öskjunni.Unnið er allan sólarhringinn. mbl.is/Árni Sæberg

Mikið álag hefur verið á dreifingarfyrirtækjum eins og Póstinum og Dropp síðustu daga og vikur, og hafa vörur ekki borist jafn hratt til fólks og venjulega. Tíföldun hefur orðið á sendingum Dropp síðan í sumar.

Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og markaða hjá Póstinum, segir að aukningin í nóvember sé 120% miðað við sama tíma í fyrra. „Í desember verður aukningin enn meiri.“ Hún segir að mikið álag sé einnig á póstboxum Póstsins.

Sesselía segir að þó að um tafir sé að ræða verði öllu komið til skila. „Við biðlum til fólks að sýna ástandinu skilning.“ Spurð að því hvort margir hringi inn og kvarti, segir Sesselía að hún búist við 25 þúsund símtölum í desember.

Nóg er að gera einnig hjá einum af samkeppnisaðilum Póstsins, Dropp. Hrólfur Andri Tómasson framkvæmdastjóri segir að algjör sprenging hafi orðið í sendingum síðustu vikur. „Sendingamagnið núna er tíföldun á við síðasta sumar, en við ráðum vel við þetta. Nóvembermánuður er stærsti mánuðurinn sem við höfum séð til þessa.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert