Að minnsta kosti átta einstaklingar, smitaðir af kórónuveirunni, hafa verið fluttir í farsóttarhúsið við Rauðarárstíg í kvöld. Sex hinna smituðu búa í sama húsnæðinu.
Greindust þeir sem voru fluttir í kvöld með smit fyrr í dag.
Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir að um sé að ræða fullorðna og börn sem voru flutt með smit í farsóttarhúsið.
Allt eru þetta flutningar sem gerðir hafa verið frá klukkan átta í kvöld.
Þeir sem fluttir eru í farsóttarhúsið fara þangað vegna þess að þeir geta ekki tekið út einangrun í heimahúsi.
Varðstjóri segir þessa flutninga koma fram í tölum morgundagsins en fjórir greindust innanlands í gær.
„Tölurnar verða hærri á morgun,“ segir varðstjóri.