Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hefur farið þess á leit við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að starfsþættir kirkjunnar verði skilgreindir á sama máta og önnur menningarstarfsemi, og lúti þar með sömu sóttvarnatakmörkunum og önnur menningarstarfsemi.
„Sé ráðuneytinu ekki unnt að verða við þeirri beiðni væri gagnlegt að fá rökstuðning fyrir því,“ segir í bréfi sem Þorvaldur Víðisson biskupsritari sendi heilbrigðisráðuneytinu í gær.
Athygli vakti þegar nýjar reglur um samkomutakmarkanir voru kynntar í vikunni að tilslakanir ná til útfara, 50 manns, en áfram er miðað við hámark 10 manna í kirkjum. Þetta kemur illa við marga enda fyrir höndum jólahátíðin þar sem rík hefð er fyrir því að fólk sæki kirkjur, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.
Biskup kveðst í bréfinu leita staðfestingar á að skilningur kirkjunnar og sóttvarnalæknis, en samráð hafi verið haft við fulltrúa hans, á reglugerðinni sé í samræmi við skilning ráðherra.