17 Covid-19 sjúkraflutningar

mbl.is/Eggert

Mikið annríki var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gær, af 113 sjúkraflutningum voru 17 tengdir Covid-19. Einstaklingarnir eru þó fleiri því í einhverjum tilvikum eru tveir fluttir með sömu sjúkrabifreið.

Líkt og fram kom á mbl.is í gærkvöldi kom upp nýtt hópsmit á höfuðborgarsvæðinu í gær. Að minnsta kosti sex einstaklingar, bæði börn og fullorðnir, sem búa í sama húsi voru fluttir í farsóttarhúsið við Rauðarárstíg í gær.

Í fyrradag voru sjúkraflutningarnir einnig 113 talsins en örfáir Covid-19-flutningar. Líkt og varðstjóri slökkviliðsins bendir á sýnir þetta enn og aftur hvað kórónuveiran er ófyrirsjáanleg og hvað lítið þarf til.

Varla líður sá dagur sem slökkviliðið flytur ekki fólk sem …
Varla líður sá dagur sem slökkviliðið flytur ekki fólk sem er með Covid-19. Facebook-síða slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert