Alls greindust 22 kórónuveirusmit í gær. Þar af voru tíu á landamærum og tólf innanlands. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Fimm greindust hjá hælisleitendum sem búa mjög þröngt. Hugsanlegt er að fleiri smit greinist í tengslum við það.
Óljóst er hversu margir kunna að hafa smitast í klasasmiti sem upp kom á höfuðborgarsvæðinu í gær, en tölur dagsins segja að minnst 12 hafi orðið fyrir því. Líkur eru þó á því að þessi tala hækki.
Alls fjölgaði um tólf einstaklinga í farsóttarhúsinu í gær. Allir eru einstaklingarnir taldir tengjast klasasmitinu. Ekki er ljóst hver uppruni smitsins er, en smitrakning er í fullum gangi.