22 smit - 12 innanlands

Fólk á leið í sýnatöku.
Fólk á leið í sýnatöku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls greind­ust 22 kór­ónu­veiru­smit í gær. Þar af voru tíu á landa­mær­um og tólf inn­an­lands. Þetta staðfest­ir Rögn­vald­ur Ólafs­son aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn í sam­tali við mbl.is. Fimm greind­ust hjá hæl­is­leit­end­um sem búa mjög þröngt. Hugs­an­legt er að fleiri smit grein­ist í tengsl­um við það. 

Óljóst er hversu marg­ir kunna að hafa smit­ast í klasa­smiti sem upp kom á höfuðborg­ar­svæðinu í gær, en töl­ur dags­ins segja að minnst 12 hafi orðið fyr­ir því. Lík­ur eru þó á því að þessi tala hækki. 

Alls fjölgaði um tólf ein­stak­linga í far­sótt­ar­hús­inu í gær. All­ir eru ein­stak­ling­arn­ir tald­ir tengj­ast klasa­smit­inu. Ekki er ljóst hver upp­runi smits­ins er, en smitrakn­ing er í full­um gangi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert