Dómi fyrir brot gegn syni sínum snúið í Landsrétti

Landsréttur
Landsréttur mbl.is/Hjörtur

Maður á sextugsaldri sem dæmdur var í héraði í sjö ára fangelsi fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gagnvart barnungum syni sínum var sýknaður í Landsrétti í dag.

Fram kom í dómi héraðsdóms að brot manns­ins hafi verið al­var­leg og beinst að mik­il­verðum hags­mun­um. „Beitti hann barn­ung­an son sinn kyn­ferðis­legu of­beldi árum sama. Voru brot­in fram­in í skjóli trúnaðar­trausts sem ríkti á milli ákærða og brotaþola. Á ákærði sér eng­ar máls­bæt­ur.“ Meint brot voru framin á meðan drengurinn var fjögurra ára og þar til hann varð ellefu ára gamall.

Skýrslugjöf ekki fullnægjandi

Í dómi Landsréttar kom fram að ekki hafi verið gætt að því við skýrslugjöf þolandans að hann gæfi sjálfsæða lýsingu á atvikum málsins. Á það að hafa torveldar möguleika á að meta trúverðugleika framburðar hans.

Í dómi Landsréttar er einnig rakið að framburður drengsins var ekki með fullu samræmi hjá lögreglu, í héraði og hjá Landsrétti.

Þó var þolandinn sagður hafa verið stöðugur og samkvæmur sjálfum sér í framburði á öllum stigum málsins.

Landsréttur taldi að ákæruvaldið hefði ekki tekist að færa sönnur á sekt mannsins gegn eindreginni neitun hans. Var hann því sýknaður og einkaréttakröfu sonarins vísað frá dómi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert