Fjölgaði um 12 í farsóttarhúsinu í gær

Frá sýnatöku.
Frá sýnatöku. mbl.is/Eggert

Alls fjölgaði um tólf einstaklinga í farsóttarhúsinu í gær. Allir eru einstaklingarnir taldir tengjast klasasmitinu sem upp kom á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þetta staðfestir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður sóttvarnahúss, í samtali við mbl.is.

Nú eru 58 gestir á farsóttarhúsinu, þar af 44 í einangrun. Það er því ljóst að gestum hefur fjölgað umtalsvert síðastliðinn sólarhring, eða frá því umrætt klasasmit kom upp. Aðspurður segir Gylfi að umfang smitsins eigi eftir að koma betur í ljós. 

„Ég geri mér ekki alveg grein fyrir stöðunni. Það var verið að skima fólk í gær og alveg hugsanlegt að einhverjir hafi áfram verið heima hjá sér. Mér finnst líklegt að við sjáum á næstu tveimur dögum hversu öflugt þetta smit er.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert