Fossar á tólf svæðum fái aukna vernd

Skeifárfoss á Tjörnesi.
Skeifárfoss á Tjörnesi. Ljósmynd/Sunna Björk Ragnarsdóttir/Náttúrufræðistofn

Fossar í Rjúkanda, Hvalá og Eyvindarfjarðará í Árneshreppi á Ströndum eru meðal fossa og fossasvæða sem lagt er til að verði friðuð og bætt inn á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár.

Þetta kemur fram í samantekt Náttúfræðistofnunar, en stofnuninni ber lögum samkvæmt að velja svæði á áætlunina til verndar náttúrufyrirbærum ýmiss konar.

Fram kemur í samantekt um viðbótartillögur fyrir fossa að fjölmargir fossar séu á náttúruminjaskrá og nokkrir hafi þegar verið friðlýstir. Við val á fossum var stuðst við fjölrit Náttúruverndarráðs, Fossar á Íslandi, þar sem tekin eru saman drög að fossaskrá og fossarnir flokkaðir í þrjá flokka eftir verndargildi.

Alls eru 22 fossar í efsta flokki í skránni og ættu skilyrðislaust að njóta verndar samkvæmt skilgreiningu og 30 í öðrum flokki, en þá væri æskilegt að friða, segir í samantektinni. Nú eru 15 af 22 fossum í efsta flokki friðaðir. Einn af þeim sem ekki njóta sérstakrar verndar er innan fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs, en það er foss innst í Stakkholtsgjá á Goðalandi, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert