Grænt skuldabréfaútboð óhagstætt

mbl.is/Kristinn Magnússon

Ávöxtunarkrafa á nýjum grænum skuldabréfaflokki Reykjavíkurborgar er 4,5%. Niðurstaða úr skuldabréfaútboði borgarinnar var kynnt í gær.

Borgin tók tilboðum upp á rúma 3,8 milljarða króna að nafnvirði. Kjörin eru nokkru verri en fengust í skuldabréfaútboði í vor. Þá tók borgin tilboði upp á 2,6 milljarða króna að nafnvirði með 2,99% ávöxtunarkröfu.

Sérfræðingur í skuldabréfaviðskiptum segir bréfin bera 1,25% álag ofan á ríkisvexti m.v. markaðinn í vikunni. Vaxtakjör hafa því versnað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert