Heppinn bingóspilari fékk nýjan síma

Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir eða GDRN tók lagið í gær.
Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir eða GDRN tók lagið í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Guðrún var stórkostleg! Eins og alltaf þar sem hún kemur fram,“ sagði Sigurður Þorri Gunnarsson þáttastjórnandi og bingóstjóri K100 eftir bingóþátt gærkvöldsins.

Listakonan Guðrún Ýr Eyfjörð, einnig þekkt sem GDRN, kom í settið og tók lögin Vorið og Hugarró af plötunni sinni GDRN, einni bestu plötu ársins að mati Sigga. Bingóspilarar voru í essinu sínu að sögn Sigga, en myndir af bingóspili streymdu inn sem og tillögur að orðum fyrir bingóstafina undir myllumerkinu #mblbingó. „Ég er strax farinn að hlakka til næsta fimmtudagskvölds og næsta þáttar, sem verður með jólaívafi,“ segir Siggi.

Heppnin var með Árna Sigurðssyni sem vann aðalvinning bingóþáttar gærkvöldsins; glæsilegan Samsung-síma. Hann var hinn hressasti að spila með kærustunni sinni og hringdi í lok þáttarins og ræddi við Sigga.

Bingó mbl.is og K100 verður á sínum stað að viku liðinni og eins og áður sagði verður það jólaþáttur. „Það er bara að taka upp kúlurnar og kögrið fyrir næsta þátt og keyra jólastemninguna í gang,“ segir Siggi í jólastuði. Fylgjast má með næsta fimmtudagskvöld á mbl.is og á K100-stöðinni í Sjónvarpi Símans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert