Nýtt viðskiptalíkan verði bylting

Zaptec-hleðslustöð frá N1 í nýjum bílakjallara í Reykjavík.
Zaptec-hleðslustöð frá N1 í nýjum bílakjallara í Reykjavík. mbl.is/Baldur Arnarson

Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku, segir stjórnendur margra fyrirtækja undirbúa uppsetningu hleðslustöðva fyrir rafbíla til að laða að viðskiptavini.

„Ég tel að uppbygging hleðslustöðva við dagvöruverslanir og fyrirtæki verði bylting í uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á Íslandi. Með því geta fyrirtækin samtímis haft tekjur af sölu rafmagnsins og af annarri sölu,“ segir Sigurður. T.d. kvikmynda- og veitingahús, líkamsræktarstöðvar og dagvöruverslanir.

Ísorka hefur sett upp um 700 heimahleðslustöðvar í ár. Meðal annarra fyrirtækja á markaðnum eru Faradice, sem selur íslenskar stöðvar, N1 og Johan Rönning. Sölutölur eru í sumum tilvikum trúnaðarmál en umsvifin benda til að yfir þúsund stöðvar hafi selst í ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert