Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku, segir stjórnendur margra fyrirtækja undirbúa uppsetningu hleðslustöðva fyrir rafbíla til að laða að viðskiptavini.
„Ég tel að uppbygging hleðslustöðva við dagvöruverslanir og fyrirtæki verði bylting í uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á Íslandi. Með því geta fyrirtækin samtímis haft tekjur af sölu rafmagnsins og af annarri sölu,“ segir Sigurður. T.d. kvikmynda- og veitingahús, líkamsræktarstöðvar og dagvöruverslanir.
Ísorka hefur sett upp um 700 heimahleðslustöðvar í ár. Meðal annarra fyrirtækja á markaðnum eru Faradice, sem selur íslenskar stöðvar, N1 og Johan Rönning. Sölutölur eru í sumum tilvikum trúnaðarmál en umsvifin benda til að yfir þúsund stöðvar hafi selst í ár.