Skíðasvæðin lokuð til 12. janúar

Hægt er að fara á fjallaskíði á Bláfjallasvæðinu en bara …
Hægt er að fara á fjallaskíði á Bláfjallasvæðinu en bara ekki á upplýstum brekkum. mbl.is/Hari
Samkvæmt reglugerð um takmörkun á samkomum vegna Covid-19 sem tók gildi í gær og gildir til 12. janúar verður ekki hægt að opna skíðasvæði landsins fyrr en á nýju ári.
Skíðasvæði landsins starfa nú eftir svokallaðri leið þrjú, sem þýðir að skíðagöngubrautir mega vera opnar en ekki lyftur fyrir aðra en þá sem æfa skíði. Nægur snjór er kominn í Bláfjöll og þar hafa krakkar æft síðan í byrjun mánaðar. 
Eins er hægt að skella sér á gönguskíði, til að …
Eins er hægt að skella sér á gönguskíði, til að mynda í Hlíðarfjalli og Bláfjöllum. mbl.is/Hari
Forsvarsfólk skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins biðlar til þeirra sem eru á fjallaskíðum að skíða ekki niður upplýstar brekkur vegna þeirrar hættu sem því fylgir.
„Kæru fjallaskíðarar. Núna er fjöldi af skinnurum orðinn svo mikill að við getum ekki lengur unnið brekkur hér í Bláfjöllum. Ég verð að biðja ykkur um að virða það að ganga ekki upp né skíða niður í upplýstum brekkum.
Það er komið nóg af snjó bæði í Suðurgili og á Framsvæðinu (Eldborgargili).
Það hefur sem betur fer ekki orðið banaslys enn þá hér á landi eins og erlendis af þeirri ástæðu að skinnari hefur fengið spilvírinn sem troðarinn hangir í sig og banað viðkomandi. En það hefur nokkrum sinnum staðið tæpt,“ segir í tilkynningu á vef skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert