Smit hjá hælisleitendum sem dvöldu í Hafnarfirði

Fólkið var flutt í sóttvarnahúsið við Rauðarárstíg.
Fólkið var flutt í sóttvarnahúsið við Rauðarárstíg.

Meðal þeirra sem greindust smitaðir af Covid-19 í gær voru nokkrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Um er að ræða einstaklinga sem dvelja í þjónustu Hafnarfjarðarbæjar í húsnæði með íbúðum fyrir fjölskyldur. 

Í tilkynningu frá Útlendingastofnun kemur fram að fyrsta smitið hafi komið upp fyrr í vikunni og fóru þá aðrir íbúar þegar í sóttkví. Nokkrir þeirra hafi svo greinst smitaðir í gær, en samkvæmt upplýsingum mbl.is voru fimm þeirra sem greindust í gær í þeim hópi.

Samkvæmt tilkynningunni hefur verið gripið til allra viðeigandi ráðstafana til að ná tökum á útbreiðslunni. Hinir smituðu hafa verið fluttir í farsóttarhús í Reykjavík í samvinnu við almannavarnir en Hafnarfjarðarbær þjónustar þá sem dvelja í sóttkví.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert