Þjónustusamningur velferðarsviðs Reykjavíkurborgar við Útlendingastofnun verður endurnýjaður og fjöldi einstaklinga sem hann nær til aukinn úr 220 í 300.
„Borgarráð veitt í gær sviðstjóra velferðarsviðs heimild til að endurnýja þjónustusamning við Útlendingastofnun, þannig að allt að 300 umsækjendur um alþjóðlega vernd fái þjónustu í Reykjavík,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg í dag.
Í tilkynningunni segir að umsækjendum um vernd sem setjast að í Reykjavík hafi fjölgað á undanförnum árum. Árið 2014 voru 50 manns tryggð þjónusta með samningum við Útlengingastofnun en nú, sex árum síðar hljóðar nýr samningur upp á þjónustu við 300 manns.
Allur kostnaður við þjónustuna greiðist af Útlendingastofnun.