Ásgeir Þór yfirlögregluþjónn hjálögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir það hafa verið viðbúið að einhverju leyti að skemmtanir færðust í heimahús og út á götu þegar skemmtistöðum var lokað.
Prikið kaffihús bauð upp á tónleika með Auði í glugga sínum á neðri hæð í Bankastræti. Þar kom saman nokkur fjöldi fólks sem stóð þétt og ljóst að sóttvarnir voru ekki tryggðar.
Ásgeir segir skipuleggjendur í rauninni ekki hafa brotið nein lög, viðburðurinn var klukkan 16 og fólk var hvatt til að annaðhvort staldra við eða ganga hægt framhjá til að njóta tónleikanna.
„Það reynir á sóttvarnir og skynsemi hvers og eins á staðnum, að fólk reyni að dreifa sér og nýta plássið,“ segir Ásgeir Þór sem hefði viljað sjá passað betur upp á persónubundnar sóttvarnir.
„Þar sem ekki er hægt að tryggja tvo metra á að setja upp grímu. Ég hefði viljað sjá öll sem þarna voru með grímu,“ bætti Ásgeir við.