Margir í Kringlunni þrátt fyrir aukna netverslun

Þótt margir leggi leið sína í Kringluna yfir hátíðarnar er …
Þótt margir leggi leið sína í Kringluna yfir hátíðarnar er ljóst að fleiri en áður kjósa að kaupa jólagjafirnar á Netinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Miklar annir voru hjá verslunarmiðstöðvum um helgina og mynduðust víða langar raðir við verslanir með tilheyrandi mannmergð, en í Kringlunni og Smáralind er grímuskylda.

Spurður hvort verslanir hvetji ekki viðskiptavini til að stunda frekar netverslun segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, að nóvember hafi verið metmánuður í netverslun, ekki síst á stórum dögum á borð við svartan föstudag og netmánudag. Þetta sýni tölur sem samtökin hafa tekið saman og munu birta á næstunni.

„Fólk hefur verið að nýta sér þetta alveg hreint, það er margföldun í netverslun undanfarnar vikur, það liggur alveg fyrir,“ sagði hann í samtali við mbl.is, en Samtök verslunar og þjónustu hafa talað fyrir rafvæðingu á sviði verslunar- og þjónustufyrirtækja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert