Í litbrigðum skammdegissólar lá skútan mjúklega úti við bauju í Hafnarfjarðarhöfn.
Lygnt var í veðri, sem getur reyndar verið blekkjandi á þessum tíma árs því lymskufullar lægðir eru fljótar að eflast og gera usla með stormi og þaðan af verri töktum.
Áfram má búast við mildu veðri á landinu og hitinn fer nærri 10 stigum samkvæmt veðurspá dagsins í dag. Búast má við veðráttu á þessum nótum fram í vikuna, sem bæði bætir og kætir og flytur sól í sinni sem ekki veitir af nú þegar birtu nýtur aðeins í skamma stund dag hvern.