Fyrrum bæjarstjóri til liðs við Viðreisn

Guðmundur Gunnarsson.
Guðmundur Gunnarsson. mbl.is

Guðmundur Gunnarsson, fyrrum bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur gengið til liðs við Viðreisn. Hann var ráðinn sem bæjarstjóri utan flokka á sínum tíma og hefur því nú sinn flokkspólitíska feril og segir að hann muni taka sæti á lista flokksins í norðvesturkjördæmi verði það vilji uppstillingarnefndar.

Í samtali við mbl.is segir hann loksins hafa fattað hvað hann vildi verða þegar hann er orðinn stór.

„Ég er búinn að liggja pínu yfir þessu. Reynslan fyrir vestan hefur svolítið hrundið því af stað hjá mér að loksins veit ég hvað ég vil verða þegar ég verð stór. Ég er í rauninni bara að elta þann draum minn að tala fyrir þeim málefnum sem ég brenn fyrir og hef áhuga á.“

Fannst hann ekki velkominn á Ísafirði

Guðmundur var ráðinn í starf bæjarstjóra á Ísafirði af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árið 2018. Svo fór að samkomulag náðist um starfslok hans í janúar á þessu ári. Ástæða starfslokanna var ólík sýn á verkefni á vettvangi sveitarfélagsins, eins og það var orðað í tilkynningu á vef bæjarins.

Í kjölfarið sagði Guðmundur að „furðuskýringar“ sem fram komu um starfslok hans hafi gert það að verkum að honum þætti hann ekki lengur velkominn í Ísafjarðarbæ og fluttist þaðan með fjölskyldu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert