Hægt að sækja um staðgreiðslufrest fram á sumar

Úrræðinu er ætlað að léttaundir með fyrirtækjum í vanda.
Úrræðinu er ætlað að léttaundir með fyrirtækjum í vanda. mbl.is/Árni Sæberg

Launagreiðendur sem hafa orðið fyrir miklu tekjufalli á árinu 2020 geta óskað eftir auknum fresti til að standa skil á staðgreiðslu skatta af launum og tryggingagjalds fram á næsta sumar.

Þetta segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, í samtali við Morgunblaðið. Meðal fyrstu laga sem samþykkt voru í vor sem viðbragð við kórónuveirufaraldrinum var heimild fyrirtækja til að óska eftir fresti á greiðslu afdreginnar staðgreiðslu og greiðslu tryggingagjalds sem hefðu átt að falla í gjalddaga frá 1. apríl 2020 til 1. desember 2020.

Var hægt að óska eftir frestun til 15. janúar 2021 að uppfylltum skilyrðum um að fyrirtækið ætti í rekstrarörðugleikum en væri ekki í vanskilum með opinber gjöld og skýrsluskil. Hafa fjölmörg fyrirtæki nýtt sér þetta úrræði, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert