657 milljónir nýttar

Við Seljalandsfoss. Lagt er til að hægt verði að nýta …
Við Seljalandsfoss. Lagt er til að hægt verði að nýta ferðagjöfina til 31. maí. mbl.is/Ómar Óskarsson

Alls var búið að sækja 182.872 ferðagjafir til Íslendinga 9. desember sl. eða um 914 milljónir kr. af þeim 1,5 milljörðum kr. sem gert var ráð fyrir til ferðagjafar í fjáraukalögum ársins.

Þar af var búið að nýta 657 milljónir kr. til kaupa á þjónustu hjá þeim fyrirtækjum sem geta tekið við ferðagjöf skv. lögunum sem sett voru í júní sl. sem hluti af aðgerðapakka stjórnvalda.

Þetta kemur fram í nefndaráliti atvinnuveganefndar við frumvarp ferðamálaráðherra um framlengingu á gildistíma ferðagjafa til 31. maí næstkomandi. Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt. omfr@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert