Blæðingar í desember

Blæðing Tjöruklessur á þjóðveginum í Hrútafirði í gær.
Blæðing Tjöruklessur á þjóðveginum í Hrútafirði í gær. Ljósmynd/Aðsend

Vegagerðin sendi út viðvörun til vegfarenda í gærmorgun vegna tjörublæðinga á þjóðveginum frá Borgarfirði, ofan Bifrastar, og allt norður í Skagafjörð. Bárust allnokkrar tilkynningar frá bílstjórum sem fengu tjöruslettur utan á ökutækin.

Þá sendi lögreglan á Norðurlandi vestra frá sér tilkynningu þar sem fram kom að tjón hefði orðið á bifreiðum í gær vegna þessa, sem og eitt umferðaróhapp sem mátti rekja til þessara aðstæðna. Var því brýnt fyrir ökumönnum að aka varlega og sýna annarri umferð tillitssemi.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, það vissulega óvanalegt að blæðingar sem þessar, sem kallaðar eru vetrarblæðingar, komi upp í desember. Það hafi þó gerst áður, eftir hlýindakafla og bleytu líkt og undanfarið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert