Fresti för til Akureyrar vegna blæðinga

Dæmi eru um að bílar séu stórtjónaðir eftir blæðinguna.
Dæmi eru um að bílar séu stórtjónaðir eftir blæðinguna.

Vegna bikblæðinganna sem eru víða á leiðinni á milli Borgarness og Akureyrar hvetur Vegagerðin almenning til að fresta för um að minnsta kosti sólarhring ef mögulegt er og fylgjast með framvindunni á morgun og næstu daga.

Ef það er ekki mögulegt eru ökumenn hvattir til að aka varlega og eftir aðstæðum, að því er segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Vegagerðin hefur einnig óskað eftir því við þá sem sinna vöruflutningum og annarri umferð þungra ökutækja, að þeir geri þrennt: Lækki loftþrýsting til að minnka álag, minnki farm og létti þannig ökutækið og dreifi álaginu á vegakerfið svo sem kostur er með því að flutningur fari ekki allur fram á svipuðum tíma dags.

Vega­gerðin hyggst bæta öku­mönn­um það tjón sem hlot­ist hef­ur af blæðing­um í klæðingu á fjöl­mörg­um stöðum frá Borg­ar­nesi að Öxna­dals­heiði. Á það bæði við um þrif og tjón eft­ir at­vik­um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert