Manntal tekið meðal landsmanna 1. janúar

Mannfjöldi á Austurvelli
Mannfjöldi á Austurvelli mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Hagstofan ætlar að ráðast í töku manntals og húsnæðistals 1. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í bréfi sem Hagstofan hefur sent sveitarstjórnum á landinu þar sem óskað er eftir að sveitarfélögin veiti ýmsar upplýsingar um búsetu einstaklinga o.fl.

Manntöl eru viðamikil verkefni hagstofa, og var síðast unnið manntal á árinu 2011. Þá hafði ekki verið ráðist í manntal í 30 ár en það var gert á árinu 1981, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Manntalið árið 2011 var í fyrsta sinn gert með rafrænum hætti. Nú er ráðgert að framvegis verði tekið manntal á hverju ári.

Í bréfi Hagstofunnar til sveitarfélaga kemur fram að manntalið muni gefa upplýsingar um íbúafjölda, menntun, atvinnuþátttöku og stöðu mannfjöldans á vinnumarkaði, sem og um fjölskyldur og heimili.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert