Pósturinn veiti alþjónustu út 2030

Pósturinn á að veita al-þjónustu næsta áratuginn.
Pósturinn á að veita al-þjónustu næsta áratuginn. mbl.is/Hari

Póst- og fjarskiptastofnun ákvað í gær að Pósturinn ætti að veita svonefnda alþjónustu á sviði póstþjónustu um land allt næsta áratuginn, eða til 31. desember 2030.

Ekki liggur fyrir á þessari stundu hversu háa fjárhæð Pósturinn muni biðja um að fá greidda úr ríkissjóði til þess að mæta þeim kostnaði sem falli á fyrirtækið vegna þessarar svokölluðu alþjónustubyrði.

Þórhildur Ólöf Helgadóttir, fjármálastjóri Póstsins, segir í skriflegu svari til Morgunblaðsins að nú þegar ákvörðunin liggi fyrir verði farið í að reikna út hver raunkostnaður fyrirtækisins verður vegna verkefnisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert