Rýmdu svæðið á 45 mínútum

Frá Seyðisfirði.
Frá Seyðisfirði. mbl.is/Þorgeir

Björgunarsveitir hafa lokið við að rýma það svæði á Seyðisfirði sem almannavarnir í samvinnu við ofanflóðavarnir Veðurstofu Íslands ákváðu að láta rýma vegna aurskriða sem þar féllu. Verkefnið tók um 45 mínútur, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjörg.

Lokið var við að rýma svæðið upp úr klukkan 17. Þessa stundina eru viðbragðsaðilar og almannavarnardeildir fyrir austan að meta stöðu mála.

Aurskriða sem féll á Seyðisfirði.
Aurskriða sem féll á Seyðisfirði. Ljósmynd/Lögreglan

Engin slys urðu á fólki, að því er Davíð Már veit um. „Þetta virðist hafa sloppið nokkuð vel,“ segir hann en bætir við að fólki hafi verið brugðið. „Það var vaðið hratt í þetta verkefni þegar það var skýrt hvað þurfti að gera. Menn eru aðeins að ná áttum núna en þessi rýming gekk vel.“

Á meðan á rýmingunni stóð vaktaði björgunarsveitarfólk ásamt lögreglu svæðið svo að engin umferð færi þar um. Lögreglan og almannavarnir meta núna í samstarfi við sérfræðinga hjá ofanflóðavörnum Veðurstofunnar næstu skref.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka