Stefnir í átök hjá Samfylkingunni?

Oddný Harðardóttir þingflokksformaður, Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður og Logi Einarsson …
Oddný Harðardóttir þingflokksformaður, Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristrún Frosta­dótt­ir, aðal­hag­fræðing­ur Kviku banka, sæk­ist eft­ir sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík. Það ger­ir einnig Jó­hann Páll Jó­hanns­son fyrr­ver­andi blaðamaður á Stund­inni.

Kjarn­inn greindi fyrst frá fram­boði Kristrún­ar og Frétta­blaðið frá fram­boði Jó­hanns.

Bæði hafa þau staðfest að þau sæk­ist eft­ir sæti of­ar­lega á lista.

Al­dís Mjöll Geirs­dótt­ir, alþjóðarit­ari og mál­efn­a­stýra Ungra Jafnaðarmanna hef­ur einnig op­in­berað fram­boð of­ar­lega á lista.

Bætt við klukk­an 6:47 15. des­em­ber. 

Guðmund­ur Ingi Þor­valds­son hef­ur einnig ákveðið að gefa kost á sér í eitt af efstu sæt­un­um á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík fyr­ir kom­andi Alþing­is­kosn­ing­ar.



Sam­fylk­ing­in fékk einn þing­mann í Reykja­vík suður og einn í Reykja­vík norður kjör­inn í síðustu Alþing­is­kosn­ing­um.

Fyr­ir eru Helga Vala Helga­dótt­ir og Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son odd­vit­ar og þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sitt í hvoru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu. 

Helga Vala Helga­dótt­ir laut í lægra haldi í vara­for­mannsslagi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á lands­fundi í síðasta mánuði gegn Heiðu Björgu Hilm­is­dótt­ur. Ekki er vitað hvort að Heiða hygg­ist gefa kost á sér á lista til Alþing­is­kosn­inga. Fyr­ir er Heiða borg­ar­full­trúi.

Ný aðferð við val á lista

Sam­fylk­ing­in mun styðjast við nýja aðferð við val á lista. Hún hef­ur ekki verið notuð áður hjá Sam­fylk­ing­unni en Vinstri hreyf­ing­in grænt fram­boð hef­ur stuðst við svipaða aðferð. 

Sum­ir kalla hana hana „sænsku leiðina“ enda þekkt í Svíþjóð. For­val mun fara fram þar sem fram­kvæmd verður ráðgef­andi skoðana­könn­un meðal flokks­manna. Fram­bjóðend­um verður síðan skipt upp í flokka og upp­still­ing­ar­nefnd tek­ur að stilla upp inn­an hvers flokks.

Ungliðar vilja Ágúst út

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is vill hóp­ur ungliða ekki að Ágúst Ólaf­ur Ágústs­son haldi odd­vita­sæti sínu í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður.

Ragna Sig­urðardótt­ir, formaður Ungra jafnaðarmanna, hef­ur áður lýst því yfir að Sam­fylk­ing­in þurfi fleiri kon­ur í odd­vita­sæti og að um­mæli Ágústs Ólafs í garð Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur sem kennd voru við kven­fyr­ir­litn­ingu minni á kyn­ferðis­legt áreiti sem hann varð upp­vísa af fyrr á kjör­tíma­bil­inu og að slíkt hljóti að hafa áhrif á stöðu hans fyr­ir næstu alþing­is­kosn­ing­ar.

Þegar mál Ágústs Ólafs vegna kyn­ferðis­legs áreit­is kom upp fór þáver­andi stjórn Ungra Jafnaðarmanna op­in­ber­lega fram á af­sögn Ágústs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka