Tekist á um kynrænt sjálfræði

Tekist var á um kynrænt sjálfræði í þingsal í dag.
Tekist var á um kynrænt sjálfræði í þingsal í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Atkvæðagreiðsla eftir aðra umræðu um frumvarp forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði fór fram á Alþingi í dag. Athygli vöktu orðaskipti Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. 

Um er að ræða frum­varp sem ætlað er að tryggja rétt­ barna sem fæðast með ódæmi­gerð kynein­kenni og verja þau gegn ónauðsyn­leg­um skurðaðgerðum, eins og sagði í til­kynn­ingu frá stjórn­ar­ráðinu í sept­em­ber.

Páll Magnússon sagði hreinlega hörmulegt að hlusta á málflutning Sigmundar Davíðs sem segir frumvarpið neita börnum um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu.

Miðflokkurinn vill leyfa aðgerðir

Þingflokkur Miðflokksins hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem sagt er að málið hafi ekki fengið næga umræðu á þinginu.

Í tilkynningunni segir að alls óskyldum hlutum hafi verið blandað í umræðuna. Annars vegar þegar börn fæðast intersex og hins vegar þegar börn fæðast með ódæmigerð kyneinkenni þar sem ekki leikur vafi á kyni barns.

Miðflokkurinn álítur það skyldu sína að standa vörð um hagsmuni barna sem fæðast með kvilla eða líkamslýti og leyfa foreldrum í samráði við lækna að taka ákvarðanir um það sem barni er fyrir bestu. Líkamslýti getur haft alvarleg áhrif á andlega líðan barna og er það skoðun Miðflokksins að slíkar aðgerðir eigi að leyfa,“ segir í tilkynningu Miðflokksins.

Miklar réttarbætur fyrir unglinga

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði málið á facebooksíðu sinni í dag. Þar segir hún málið fela í sér miklar réttarbætur fyrir unglingana sem upplifa kynmisræmi enda hafi rannsóknir sýnt að það skipti sköpum fyrir líðan og geðheilsu trans unglinga að sjálfsmynd þeirra njóti viðurkenningar.

Málið hefur notið mikil stuðnings á þingi. 51 greiddu frumvarpinu atkvæði sitt, 8 voru á móti, allt þingmenn Miðflokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka