Alls greindust þrír með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn var ekki í sóttkví við greiningu en öll smitin þrjú voru greind við einkennasýnatöku. Nú eru 142 í einangrun á Íslandi. Ekkert smit er á Austurlandi, Norðurlandi eystra og Vestfjörðum. Alls eru 293 í sóttkví innanlands en voru 366 í gær. Í skimunarsóttkví eru 2.152 en voru 1.960 daginn áður.
Alls eru 29 á sjúkrahúsi og af þeim eru þrír á gjörgæslu. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru fjórir sjúklingar í einangrun á sjúkrahúsinu vegna Covid-19.
Tæplega 1.300 sýni voru tekin innanlands í gær og 613 á landamærunum. Á landamærunum greindist eitt virkt smit í fyrri sýnatöku og eitt í seinni sýnatöku. Einn reyndist með mótefni og þrír bíða niðurstöðu mótefnamælingar.
Á höfuðborgarsvæðinu eru 99 í einangrun og 214 eru í sóttkví. Á Suðurnesjum er 21 smitaður en 52 í sóttkví. Á Suðurlandi eru 11 smit en 20 í sóttkví. Á Austurlandi er enginn með Covid-19-smit og enginn í sóttkví. Á Norðurlandi eystra er heldur ekki smit og enginn í sóttkví. Hið sama á við um Vestfirði. Á Norðvesturlandi eru 3 smit en enginn í sóttkví. Á Vesturlandi eru 5 smit og 3 í sóttkví. Óstaðsettir í hús eru 3 í einangrun og 4 í sóttkví.
Tvö börn yngri en 1 árs eru með virkt smit og fimm börn á aldrinum 1-5 ára eru í einangrun. Sex börn á aldrinum 6-12 ára eru með Covid-19. Sex börn á aldrinum 13-17 ára eru með Covid-19 í dag. Í aldurshópnum 18-29 ára eru 40 smit, á fertugsaldri eru smitin nú 26 talsins en í aldurshópnum 40-49 eru 18 smit. Á sextugsaldri eru 18 með Covid og á sjötugsaldri eru 12 smit. Sjö eru með Covid á aldrinum 70-79 ára, tveir á níræðisaldri en enginn á tíræðisaldri er með Covid-19 í dag.