Þrjú smit innanlands í gær

Tveggja metra reglan útskýrð af lögreglumönnum á Laugaveginum.
Tveggja metra reglan útskýrð af lögreglumönnum á Laugaveginum. Ljósmynd/Lögreglan

Alls greindust þrír með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn var ekki í sóttkví við greiningu en öll smitin þrjú voru greind við einkennasýnatöku. Nú eru 142 í einangrun á Íslandi. Ekkert smit er á Austurlandi, Norðurlandi eystra og Vestfjörðum. Alls eru 293 í sóttkví innanlands en voru 366 í gær. Í skimunarsóttkví eru 2.152 en voru 1.960 daginn áður.

Alls eru 29 á sjúkrahúsi og af þeim eru þrír á gjörgæslu. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum eru fjórir sjúklingar í einangrun á sjúkrahúsinu vegna Covid-19.

Tæplega 1.300 sýni voru tekin innanlands í gær og 613 á landamærunum. Á landamærunum greindist eitt virkt smit í fyrri sýnatöku og eitt í seinni sýnatöku. Einn reyndist með mótefni og þrír bíða niðurstöðu mótefnamælingar.

Á höfuðborg­ar­svæðinu eru 99 í ein­angr­un og 214 eru í sótt­kví. Á Suður­nesj­um er 21 smitaður en 52 í sótt­kví. Á Suður­landi eru 11 smit en 20 í sótt­kví. Á Austurlandi er enginn með Covid-19-smit og enginn í sóttkví. Á Norður­landi eystra er heldur ekki smit og enginn í sóttkví. Hið sama á við um Vestfirði. Á Norðvesturlandi eru 3 smit en enginn í sóttkví. Á Vesturlandi eru 5 smit og 3 í sótt­kví. Óstaðsett­ir í hús eru 3 í einangrun og 4 í sóttkví.   

Tvö börn yngri en 1 árs eru með virkt smit og fimm börn á aldr­in­um 1-5 ára eru í ein­angr­un. Sex börn á aldrinum 6-12 ára eru með Covid-19. Sex börn á aldr­in­um 13-17 ára eru með Covid-19 í dag. Í ald­urs­hópn­um 18-29 ára eru 40 smit, á fer­tugs­aldri eru smit­in nú 26 tals­ins en í ald­urs­hópn­um 40-49 eru 18 smit. Á sex­tugs­aldri eru 18 með Covid og á sjö­tugs­aldri eru 12 smit. Sjö eru með Covid á aldr­in­um 70-79 ára, tveir á níræðisaldri en enginn á tíræðisaldri er með Covid-19 í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert