Vilja draga úr nauðung í heilbrigðisþjónustu

Landspítalinn.
Landspítalinn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Birt hafa verið til umsagnar drög að frumvarpi heilbrigðisráðherra til breytinga á lögum um réttindi sjúklinga.

Markmið áformaðrar lagabreytingar er að draga úr nauðung í heilbrigðisþjónustu með ráðstöfunum sem tryggja betur réttindi sjúklinga, að því er segir í tilkynningu.

Samkvæmt frumvarpinu verður öll nauðung bönnuð nema í skilgreindum undantekningartilvikum samkvæmt lögunum eða ef um neyðartilvik er að ræða. Heilbrigðisstofnanir og starfsmenn þeirra skulu því forðast að grípa til ráðstafana sem fela í sér nauðung gagnvart sjúklingum nema brýn nauðsyn krefji og þá í samræmi við fyrirmæli laga.

Frumvarpið er liður í viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við athugasemdum sem umboðsmaður Alþingis gerði í kjölfar eftirlitsheimsóknar hans á þrjár lokaðar deildir geðsviðs Landspítala á Kleppi í október 2018.

Frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert