62 verkefni hlutu 480 milljónir króna

Gréta María Grétarsdóttir, formaður stjórnar Matvælasjóðs, og Kristján Þór Júlíusson, …
Gréta María Grétarsdóttir, formaður stjórnar Matvælasjóðs, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynntu fyrstu úthlutun Matvælasjóðs. Alls bárust 266 umsóknir en aðeins 62 verkefni hlutu styrki. Ljósmynd/Atvinnuvegaráðuneytið

Fyrsta úthlutun úr Matvælasjóði fór fram í morgun og hlutu 62 verkefni styrk að fjárhæð allt að 480 milljónir. Fram kemur í fréttatilkynningu atvinnuvegaráðuneytisins að alls bárust 266 umsóknir um styrki sem samtals námu 2,7 milljörðum króna.

Úthlutað var í fjórum flokkum. Styrkir til verkefna á hugmyndastigi námu 97 milljónum króna og var það til 36 verkefna. Þá fengu níu verkefni sem miða að því að afla nýrrar þekkingar styrki fyrir alls 157 milljónir króna.

Átta verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar fengu alls 100 milljónir og að lokum fengu níu verkefni markmiði að styrkja markaðsinnviði og stuðla að markaðssókn 127 milljónir.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Gréta María Grétarsdóttir, formaður stjórnar Matvælasjóðs, kynntu úthlutun sjóðsins.

Sjá má heildarlista styrkþega hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert