Hvít jól á Norður- og Austurlandi

Hvít jól ættu að verða á Akureyri.
Hvít jól ættu að verða á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Þetta veður sem hefur verið ríkjandi undanfarið mun halda eitthvað áfram út vikuna,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, í samtali við Morgunblaðið.

Hann segir nokkurn fyrirsjáanleika í veðrinu þessa dagana. „Það verða ekki snöggar sveiflur við þessar aðstæður,“ segir Einar og bætir við að breytingar muni eiga sér aðdraganda.

Einar segir að kólna muni í veðri og gera éljagang um landið norðanvert og Austfirði eftir helgi. Meiri spurning sé með Suðausturlandið. Hann segir spána áreiðanlega fram í miðja næstu viku, en þá er Þorláksmessa. Litlar líkur séu á úrkomu á Suður-, Suðvestur- og Vesturlandi á meðan landvindur er.

Einnig bætir hann því við að á sömu svæðum sé ólíklegt að snjói um jólin, einu líkurnar á því stafi aðeins af óvissu. „Það yrði ekki fyrr en í fyrsta lagi á jóladag og líklega ekki fyrr en annan í jólum ef úrkoma kemur, en það gæti vel orðið bara rigning,“ sagði Einar. Líkur eru því á rauðum jólum á höfuðborgarsvæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert