Hin árlegu bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana voru afhent í bókmenntaþættinum Kiljunni í Ríkissjónvarpinu fyrr í kvöld. Er þetta í 21. sinn sem verðlaunin eru veitt. Alls bárust atkvæði frá 60 bóksölum.
Íslensk skáldverk
- Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson
- Herbergi í öðrum heimi eftir Maríu Elísabetu Bragadóttur
- Dauði skógar eftir Jónas Reyni Gunnarsson
Ljóðabækur
- Sonur grafarans eftir Brynjólf Þorsteinsson
- Taugaboð á háspennulínu eftir Arndísi Lóu Magnúsdóttur
- Við skjótum títuprjónum eftir Hallgrím Helgason
Íslenskar ungmennabækur
- Skógurinn eftir Hildi Knútsdóttur
- Vampírur, vesen og annað tilfallandi eftir Rut Guðnadóttur
- Dóttir hafsins eftir Kristínu Björgu Sigurvinsdóttur
Íslenskar barnabækur
- Grísafjörður eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur
- Íslandsdætur eftir Nínu Björk Jónsdóttur
- Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin eftir Yrsu Sigurðardóttur
Fræðibækur/Handbækur
- Konur sem kjósa eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur, Kristínu Svöru Tómasdóttur, Ragnheiði Kristjánsdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur
- Spænska veikin eftir Gunnar Þór Bjarnason
- Fuglinn sem gat ekki flogið eftir Gísla Pálsson
Ævisögur
- Berskjaldaður eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur
- Herra Hnetusmjör eftir Sóla Hólm
- Káinn eftir Jón Hjaltason
Þýdd skáldverk
- Beðið eftir barbörum eftir J.M. Coetzee
- Litla land eftir Gäel Faye
- Sumarbókin eftir Tove Jansson
Þýddar barnabækur
- Múmínálfarnir stórbók 3 eftir Tove Jansson
- Ísskrímslið eftir David Walliams
- Þar sem óhemjurnar eru eftir Maurice Sendak
Besta bókarkápan
- Blóðberg eftir Alexöndru Buhl
- Konur sem kjósa eftir Snæfríði Þorsteins
- Herbergi í öðrum heimi eftir Halli Civelek