„Það er alveg ljóst að það er tjón“

Svona er umhorfs á Seyðisfirði í dag.
Svona er umhorfs á Seyðisfirði í dag. mbl.is/Pétur Kristjánsson

„Það er í sjálfu sér ekki orðið tíma­bært að segja til um um­fang á tjóni en það er al­veg ljóst að það er tjón,“ seg­ir Hulda Ragn­heiður Árna­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Nátt­úru­ham­fara­trygg­inga Íslands, um aur­skriður sem féllu á Seyðis­firði í gær og ollu tjóni í byggð. 

Íbúar þurftu að rýma um 50 hús vegna þeirra og geta þeir ekki snúið til síns heima fyrr en í fyrsta lagi á morg­un. 

„Ég get ekki sagt núna ná­kvæm­lega hvað við erum að tala um mikið tjón. Við erum bara búin að fá eina til­kynn­ingu til okk­ar en við vit­um af fleiri til­kynn­ing­um sem eru á leiðinni,“ seg­ir Hulda Ragn­heiður. 

Teymi frá Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­um Íslands fer til Seyðis­fjarðar á föstu­dag. 

„Við erum búin að vera í sam­bandi við sveit­ar­stjóra og lög­reglu­stjóra í morg­un og erum bara að fylgj­ast með. Við för­um yf­ir­leitt ekki inn á svæðin á meðan það er enn hætta á þeim.“

Enn er hættu­stig í gildi á Seyðis­firði vegna skriðuhættu. Þá er óvissu­stig vegna skriðuhættu í gildi á öllu Aust­ur­landi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert